Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. janúar 2020 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við vorum enn inn í leiknum á 90. mínútu"
Shaw og Salah áttust mikið við í leiknum.
Shaw og Salah áttust mikið við í leiknum.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög vonsvikinn. Við áttum ekki skilið að tapa, sérstaklega ekki 2-0," sagði Luke Shaw, bakvörður Manchester United, eftir tap gegn nágrönnunum og erkifjendunum í Liverpool.

Shaw fannst United eiga meira skilið úr leiknum.

„Við vorum að spila vel í stöðunni 1-0. Anthony Martial fékk mjög gott færi. Strákarnir gáfu allt í verkefnið. Við fengum ekki mörg færi, en við hefðum átt að nýta þau sem við fengum."

„Við vitum um þeirra gæði og það komu kaflar þar sem við þurftum að verjast mjög vel. Við stjórnuðum síðustu 30 mínútunum. Við nýttum ekki okkar færi og þeir nýttu sín."

„Síðastliðið ár þá hefur Liverpool valtað yfir lið á fyrstu 20 mínútunum. Við vorum enn inn í leiknum á 90. mínútu," sagði Shaw.

Liverpool er með 16 stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ekki bara það, þá á Liverpool leik til góða. Útlitið er orðið ansi gott fyrir lærisveina Jurgen Klopp. Liverpool hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum. Hreint út sagt magnað.

Manchester United er áfram í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner