Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 19. janúar 2025 19:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Erum aftur að gera hluti sem hafa skilgreint liðið síðustu tíu ár"
Manchester City valtaði yfir Ipswich 6-0 í úrvalsdeildinni í kvöld. Tímabilið hefur verið mjög erfitt fyrir liðið en Pep Guardiola sá gamla Man City liðið mæta í leikinn í kvöld.

„Erum aftur að gera hluti sem hafa skilgreint liðið síðustu tíu ár. Mjög ánægður að hafa náð í þrjú stig og klifra aftur upp í Meistaradeildarsti, það verður erfitt að ná því að lokum," sagði Guardiola.

Þrátt fyrir þennan stórsigur var Guardiola ekki sannfærður um að þetta hafi verið besta frammistaða liðsins á tímabilinu.

„Þetta var miklu betra, kannski ekki okkar besti leikur. Alliri voru sniðugir og hraðari með boltann, menn voru betur tengdir saman."
Athugasemdir
banner