Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. febrúar 2021 05:55
Aksentije Milisic
Ítalía um helgina - Baráttan um toppsætið í Mílanó
Mynd: Getty Images
Það fara fram níu leikir í Serie A deildinni á Ítalíu um helgina og eru tveir af þeim strax í kvöld.

Fiorentina, sem hefur verið í miklum vandræðum á þessu tímabili, fær Spezia í heimsókn en Spezia vann frábæran sigur á AC Milan í síðustu umferð. Þá mætast Cagliari og Torino einnig.

Á laugadaginn fær Lazio lið Sampdoria í heimsókn og á sunnudaginn eru fjórir leiki á dagskrá. Stærsti leikur helgarinnar er borgaslagurinn í Mílanó borg en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar, Inter og AC Milan. Inter er einu stigi á undan grönnum sínum fyrir þennan leik og því gífurlega mikið undir.

Atalanta og Napoli mætast þá í forvitnilegum slag. Rómverjar, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, heimsækja Benevento og ljóst að liðið þarf að vinna þann leik ætli það sér að komast nær toppnum.

ITALY: Föstudagur
17:30 Fiorentina - Spezia
19:45 Cagliari - Torino

ITALY: Laugardagur
14:00 Lazio - Sampdoria
17:00 Genoa - Verona
19:45 Sassuolo - Bologna

ITALY: Sunnudagur
11:30 Parma - Udinese
14:00 Milan - Inter
17:00 Atalanta - Napoli
19:45 Benevento - Roma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner