Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 14:55
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin hjá Portúgal og Þýskalandi: Engar breytingar
Cristiano Ronaldo er í byrjunarliðinu. Hann gerði tvö mörk í fyrsta leik. Hvað gerir hann í kvöld?
Cristiano Ronaldo er í byrjunarliðinu. Hann gerði tvö mörk í fyrsta leik. Hvað gerir hann í kvöld?
Mynd: EPA
Portúgal og Þýskaland mætast í 2. umferð í F-riðli Evrópumótsins klukkan 16:00. Leikurinn fer fram á Allianz-leikvanginum í München.

Það er engin breyting á portúgalska liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Ungverjalandi.

Þá hefur Joachim Löw ákveðið að sleppa því að gera breytingar á sínu liði en Þýskaland tapaði fyrsta leiknum gegn Frakklandi, 1-0.

Portúgal: Rui Patrício; Nélson Semedo, Pepe, Rúben Dias, Guerreiro; Danilo, William Carvalho; Bernardo Silva, Bruno Fernandes, Diogo Jota; Cristiano Ronaldo.

Þýskaland: Neuer - Ginter, Hummels, Rüdiger - Kimmich, Kroos, Gündogan, Gosens - Havertz, Müller, Gnabry.
Athugasemdir
banner
banner
banner