Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 19. ágúst 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Dregið í undanúrslitin í hálfleik í Kórnum
Úr leik HK og Breiðablik í Kórnum á undirbúningstímabilinu í nóvember 2018.
Úr leik HK og Breiðablik í Kórnum á undirbúningstímabilinu í nóvember 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Víkingur varð í gær þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla, þegar liðið vann KR í stórskemmtilegum leik.

Í síðustu viku tryggðu KA og FH sér sæti í undanúrslitunum en lokaleikurinn í 8-liða úrslitum verður í Kórnum í kvöld þegar HK, sem er í öðru sæti Lengjudeildarinnar, tekur á móti Breiðabliki, toppliði Bestu deildarinnar, í Kópavogsslag.

Dregið verður í undanúrslit í benni útsendingu á RÚV 2 í hálfleik í viðureign HK og Breiðabliks. Þá verður fylgst með drættinum í beinu textalýsingunni frá Kórnum hér á Fótbolta.net en Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson verður á vellinum.

Undanúrslitin verða leikin 31. ágúst og 1. september. Úrslitaleikurinn verður svo laugardaginn 1. október á Laugardalsvelli.


Birkir Sveinsson mætir með pottinn góða í Kórinn.
Athugasemdir