Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 19. október 2017 18:25
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn: Það er okkar að fá fólk á völlinn
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR.

Óskar, sem er 33 ára, kom fyrst til KR 2007 þegar hann kom frá Grindavík. Hann hefur lengi verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.Á liðnu tímabili skoraði Óskar sjö mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni.

„Maður hefur verið hérna lengi og orðinn helvíti mikill partur af öllu hérna. Manni líður vel og það verður vonandi framhald á því," segir Óskar sem viðurkennir að hafa fengið símtöl frá öðrum félögum.

„Það var eitthvað um það en hér er ég í dag og er spenntur fyrir því sem er í gangi núna hjá KR."

Óskar segir að liðið tímabilið hafi verið klár vonbrigði fyrir KR-inga en liðið hafnaði í fjórða sæti og missti af Evrópukeppni.

„Við áttum fína leiki inni á milli þar sem við sýndum góða spilamennsku en við náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það átta allir sig á því að þetta var ekki nógu gott."

„Það er okkar að fá fólk á völlinn og ég skil þegar fólk nennir ekki að mæta þegar liðið er ekki að sýna neitt sem er þess virði að horfa á. Það er okkar að breyta því og fá fólk með okkur. Við erum öll saman í þessu."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Athugasemdir
banner
banner