Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. nóvember 2019 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Kolbeinn frá í 4-6 vikur - „Takk fyrir traustið"
Kolbeinn fór meiddur af velli gegn Moldóvu
Kolbeinn fór meiddur af velli gegn Moldóvu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK og íslenska landsliðsins, verður frjá næstu fjórar til sex vikurnar vegna meiðsla á ökkla en hann staðfesti þetta á Instagram.

Kolbeinn meiddist 1-2 sigri gegn Moldóvu í lokaleik riðilsins í undankeppni Evrópumótsins.

Hann yfirgaf svæðið á hækjum en meiðslin eru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu.

Kolbeinn greindi frá því á Instagram að hann verður frá næstu fjórar til sex vikurnar en hann þakkar AIK og íslenska landsliðinu fyrir traustið.

„Ég vil þakka AIK og íslenska landsliðinu fyrir traustið og gefa mér tækifærið á að komast aftur á völlinn og njóta þess að spila fótbolta aftur eftir þessi þrjú ár. Þetta ferli hefur verið lærdómsríkt og mun meira en jákvæð endurkoma fyrir mig. Ég er nú að jafna mig af ökklameiðslum og verð frá næstu 4-6 vikurnar eftir síðasta leik okkar. Ég er spenntur fyrir því endurhæfingunni og að taka skref í áttina að öðru góðu ári," sagði Kolbeinn á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner