Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. janúar 2021 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Sjáið bara úrslitin þeirra á tímabilinu
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur á Aston Villa í kvöld.

„Tilfinningin mín var sú að við stjórnuðum leiknum," sagði Guardiola og sagði hann jafnframt að Villa væri með leikmenn eins og Jack Grealish og Ross Barkley sem sköpuðu mikla hættu.

„Þetta var mjög góð frammistaða gegn mjög góðu liði. Þeir eru mjög hættulegir og sjáðu bara úrslitin þeirra á tímabilinu. Þetta er stór sigur fyrir okkur."

„Það erfiðasta er að skora mark og í seinni hálfleiknum vorum við agressívari," sagði Guardiola en City er núna komið á toppinn eftir að hafa unnið fimm deildarleiki í röð.

„Við erum enn í fyrri hluta tímabils. Það eru margir leikir eftir en okkur líður vel."

Dean Smith, stjóri Aston Villa, var mjög ósáttur við dómgæsluna í leiknum. Fyrra markið var sérlega umdeilt þegar Rodri kom úr rangstöðu og vann boltann af Tyrone Mings. Guardiola viðurkennir að hann hefði verið ósáttur ef þetta mark hefði verið skorað gegn Man City en bætti við: „Það er VAR hérna og þeir skoðuðu þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner