Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hargreaves um Sancho: Eins og Neymar upp á sitt besta
Sancho og Neymar faðmast eftir sigur Dortmund á PSG síðasta þriðjudag.
Sancho og Neymar faðmast eftir sigur Dortmund á PSG síðasta þriðjudag.
Mynd: Getty Images
Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Bayern, Manchester United og Manchester City hreifst mjög af enska kantmanninum Jadon Sancho í 2-1 sigri Borussia Dortmund gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar síðasta þriðjudagskvöld.

Hann hvetur stórlið Evrópu til þess að opna veskið og næla í þennan hæfileikaríka leikmann.

Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði tvennu í leiknum sem endaði 2-1 og tók fyrirsagnirnar, en Hargreaves hrósaði Sancho í hástert fyrir góða frammistöðu.

„Sancho spilaði eins og Neymar þegar hann var upp á sitt besta," sagði Hargreaves, en Neymar lék með PSG í leiknum. „Hann var ótrúlega góður."

„Opnið veskin, einhver þarf að kaupa þennan leikmann því hann er sérstakur."

Sancho er að öllum líkindum á leið frá Dortmund í sumar. Hann hefur verið orðaður við Manchester United, Liverpool og fleiri félög. Talið er að Dortmund vilji fá um 100 milljónir punda fyrir hann.

Sancho, sem er 19 ára, var á mála hjá Manchester City áður en hann fór til Dortmund 2017. Hann ákvað að reyna fyrir sér í Þýskalandi til að fá meiri spiltíma, ákvörðun sem óhætt er að segja að hafi reynst þessum flotta leikmanni vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner