Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 20. febrúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Sigursæll Laporte setti met í gær
Aymeric Laporte, varnarmaður Manchester City, sló met í 2-0 sigri liðsins á West Ham í gær.

Laporte var að spila sinn 50. leik í ensku úrvalsdeildinni og þetta var 43. sigur hans.

Enginn leikmaður hefur unnið jafnmarga af fyrstu 50 leikjum sínum en Ederson, Arjen Robben og Didier Drogba unnu allir 42 af fyrstu 50 leikjum sínum í deildinni.

Laporte kom til Manchester City sumarið 2018 en hann hefur misst af stórum hluta þessa tímabils vegna meiðsla og verið sárt saknað.


Athugasemdir
banner