Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fatma Kara skrifar undir tveggja ára samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkneska landsliðskonan Fatma Kara er búin að skrifa undir tveggja ára samning við HK/Víking sem leikur í Pepsi Max-deildinni.

Kara er 27 ára miðjumaður og er hún sjöundi leikjahæsti leikmaður tyrkneska kvennalandsliðsins, með 34 leiki að baki.

Hún spilaði 18 leiki með HK/Víking síðasta sumar á sínu fyrsta ári hér á landi og hefur ákveðið að vera áfram.

HK/Víkingur fékk 18 stig úr 18 deildarleikjum í fyrra og endaði 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Kara skoraði tvö mörk í fyrra en er þegar búin að gera þrjú mörk í sex leikjum á undirbúningstímabilinu.

„Það er HK/Víkingi mikill fengur að hafa fengið Köru til liðsins aftur og mjög mikilvægt í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Vertu velkomin aftur, Fatma Kara," segir í færslu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner