Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Formaður ÍA: Allskonar smáa letur í samningnum
Jóhannes Karl ásamt Sigurði Jónssyni aðstoðarþjálfara ÍA.
Jóhannes Karl ásamt Sigurði Jónssyni aðstoðarþjálfara ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson skrifaði undir samning við ÍA sem að gildir næstu fimm árin í síðustu viku.

Jói Kalli tók við ÍA fyrir síðasta tímabil og kom hann liðinu upp í efstu deild í fyrstu tilraun. ÍA hefur farið á kostum á undirbúningstímabilinu en liðið hefur einungis tapað einum leik af átta og unnið sjö þeirra.

Það er ekki á hverjum degi sem þjálfarar á Íslandi skrifa undir fimm ára samning.

„Það er mikil ánægja með störf Jóa Kalla upp á Skaga. Hann er að hafa mjög góð áhrif á félagið. Hann er alla leið inn (all-in) í því sem hann er að gera. Hann er að taka virkan þátt í því sem er að gerast hjá okkur í starfinu ekki bara sem þjálfari. Hann er einnig að ná í styrktaraðila og slíkt. Hann er mjög öflugur og er að gera góða hluti," sagði Magnús Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar ÍA.

„Ein af ástæðunum fyrir því að við vildum gera langtíma samning við hann er að hann er með langtíma sýn á uppbygginguna hjá ÍA í knattspyrnunni og við erum að veðja á að það skipti miklu máli að hafa hann í meira en eitt og meira en tvö ár hjá okkur."

Magnús segir að Skagamenn séu hrifnir af hugmyndum Jóa Kalla.

„Við erum að veðja á þetta módel að horfa til lengri tíma. Við erum að byggja upp félagið alveg frá yngstu flokkum og upp. Jói Kalli er með yfirsýn sem við viljum virkja," sagði Magnús sem bætir við að Jói Kalli sé í miklu samstarfi við starfsfólk félagsins.

Magnús skilur það að svona langtímasamningur vekji athygli. Hann vildi ekki svara því hvort það sé klausa með riftunarákvæði í lok hvers árs eða ekki.

„Við vildum kannski fara örlítið útfyrir rammann eins og þetta hefur verið í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár."

„Þetta er langur samningur og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Þetta er fimm ára samningur en auðvitað er tekið á ýmsum þáttum í samningnum. Það er allskonar smáaletur í samningnum," sagði Magnús Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar ÍA að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner