Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Nielsen framlengir við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Færeyski markvörðurinn Gunnar Nielsen er búinn að framlengja samning sinn við FH út leiktímabilið 2022.

Gunnar er landsliðsmarkvörður Færeyja og hefur verið í herbúðum FH síðan 2016, þegar Hafnfirðingar urðu síðast Íslandsmeistarar.

Gunnar er gríðarlega reynslumikill markvörður sem hefur meðal annars leikið fyrir Manchester City.

„Fyrir mér var aldrei spurning um að framlengja, FH er minn klúbbur á Íslandi," sagði Gunnar.

„Mér hefur liðið vel í Kaplakrika og okkur fjölskyldunni líður vel á Íslandi. Það eru spennandi tímar framundan í Krikanum og mikill hugur í fólki innan félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner