Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Dagný áfram hjá West Ham (Staðfest)
Dagný verður áfram hjá West Ham
Dagný verður áfram hjá West Ham
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur framlengt samning sinn við West Ham United um eitt ár en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Dagný, sem gegnir stöðu fyrirliða hjá West Ham, var í hóp hjá liðinu í lokaumferð ensku WSL-deildarinnar gegn Tottenham, en það var í fyrsta sinn á tímabilinu sem hún var í hóp.

Hún tilkynnti í ágúst á síðasta ári að hún ætti von á öðru barni og gat því ekkert verið með West Ham á leiktíðinni.

Síðustu vikur hefur hún unnið að því að komast aftur á völlinn og er ljóst að hún verður klár fyrir næstu leiktíð, en hún framlengdi samning sinn við félagið í dag og gildir sá samningur út næstu leiktíð.

„Ég er hæstánægð með að framlengja samning minn við West Ham United. Félagið er ekki bara að fá mig, heldur alla fjölskyldu mína og öllu því sem fylgir að vera móðir. Ég er ánægð hér, fjölskyldan er ánægð hér og fyrir mér er félagið eins og fjölskylda.“

„Ég er ótrúlega þakklát öllum fyrir stuðninginn sem ég hef fengið frá fæðingu annars sonar míns og því var þessi ákvörðun auðveld. Ég er þegar orðin spennt fyrir næstu leiktíð og hlakka ég til að hjálpa liðinu áfram og í rétta átt,“
sagði Dagný við heimasíðu West Ham.

Dagný gekk í raðir West Ham árið 2021 en áður spilaði hún fyrir Selfoss, Portland Thorns, Bayern München, Val, KFR/Ægir og Florida State-háskólann í Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner