Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
David Silva á leið til Inter Miami?
David Silva
David Silva
Mynd: Getty Images
Spænski sóknartengiliðurinn David Silva gæti verið á leið til Inter Miami í MLS-deildinni en samningur hans við Manchester City rennur út næsta sumar.

Silva er 33 ára gamall og hefur leikið með Man City frá 2010 en þar hefur hann unnið ensku deildina og deildabikarinn fjórum sinnum auk þess sem hann hefur unnið FA-bikarinn tvisvar.

Hann hefur verið lykilmaður í mögnuðum árangri City en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar og mun hann ekki framlengja þar.

Silva er tilbúinn í næsta skref ferilsins en enskir miðlar halda því fram að hann sé á leið til Inter Miami í MLS-deildinni.

Miami-liðið er í eigu David Beckham en liðið hefur leik í MLS-deildinni á næsta tímabili og félagið byrjað að safna í lið en Edinson Cavani, Luis Suarez og Lionel Messi hafa allir verið orðaðir við félagið.

„Sjáum til hvað gerist. Ég veit ekki hvað ég ætla að gera en ég ætla að taka mér tíma í að slaka á og skoða svo möguleikana en auðvitað er það erfitt að fara frá City. Það er best að enda tíma minn hjá City á þennan hátt," sagði Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner