Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 20. október 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Joao Felix meiddist á ökkla í gær
Joao Felix þurfti að fara af leikvelli á 80. mínútu í 1-1 jafntefli Atletico Madrid og Valencia í gær.

Felix fékk högg á ökklann og gat ekki haldið leik áfram. Felix fór í skoðun á ökkla eftir leik og þar kom í ljós að hann verður frá í tvær til þrjár vikur.

Atletico lék manni færra síðustu tíu mínúturnar þar sem liðið hafði notað allar skiptingar sínar á þeim tímapunkti.

Felix mun missa af leikjum Atletico gegn Athletic, Alaves, Sevilla og Meistaradeildarleiknum gegn Leverkusen.
Athugasemdir
banner