Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 20. október 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Botnlið Leicester án síns mikilvægasta manns gegn Leeds í kvöld
Maddison hefur komið með beinum hætti að 14 mörkum í síðustu 13 úrvalsdeildarleikjum.
Maddison hefur komið með beinum hætti að 14 mörkum í síðustu 13 úrvalsdeildarleikjum.
Mynd: EPA
Klukkan 19:15 í kvöld mætast Leicester og Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn verða án síns mikilvægasta manns á King Power vellinum.

Miðjumaðurinn James Maddison fékk sitt fimmta gula spjald þegar hann tók dýfu seint í leiknum gegn Crystal Palace. Maddison hefur komið með beinum hætti að 14 mörkum í síðustu 13 úrvalsdeildarleikjum.

Leicester er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og verður einnig án fyrirliðans Jonny Evans sem er að glíma við kálfameiðsli. Þá er tyrkneski miðvörðurinn Caglar Söyuncu enn frá vegna hnémeiðsla.

Ricardo Pereira, Wilfred Ndidi og Ryan Bertrand eru einnig fjarri góðu gamni.

Hjá Leeds eru Stuart Dallas og Adam Forshaw enn á meiðslalistanum en Patrick Bamford gæti komið inn í byrjunarliðið. Bamford kom inn fyrir Rodrigo.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner