Á síðustu dögum hafa nokkrir æfingaleikir farið fram á íslenska undirbúningstímabilinu og má þar helst nefna sigur Stjörnunnar gegn ÍBV þar sem strákur fæddur 2010 skoraði í 3-1 sigri.
Emil Atlason, Haukur Örn Brink og Bjarki Hrafn Garðarsson skoruðu mörk Stjörnunnar á meðan Heiðmar Þór Magnússon gerði eina mark Eyjamanna.
Bjarki Hrafn, sem komst á blað fyrir Stjörnuna, er aðeins á sextánda aldursári. Hann er sonur Garðars Jóhannssonar, sem lék á sínum tíma með Hansa Rostock í Þýskalandi og spilaði 8 A-landsleiki fyrir Ísland.
Í öðrum æfingaleikjum skoraði Kári fimm mörk í flottum sigri gegn Hvíta riddaranum, þar sem Sigurjón Logi Bergþórsson var atkvæðamestur með tvennu.
Reynir Sandgerði lagði Þrótt Vogum að velli í nágrannaslag þar sem Sævar Gylfason og Arnór Siggeirsson sáu um markaskorunina í 2-0 sigri.
Afturelding og Grindavík skildu jöfn 1-1 þar sem Christian Bjarmi Alexandersson skoraði jöfnunarmark Grindavíkur á meðan Árborg lagði Víði Garði að velli í nýju Haukahöllinni í Hafnarfirði.
Að lokum gerðu Haukar 4-4 jafntefli við 2. flokk Breiðabliks. Gunnleifur Gunnleifsson dæmdi leikinn og skartaði ljósblárri Manchester City húfu. Einar Karl Ingvarsson lék seinni hálfleikinn með Haukum, en hann hefur verið að æfa með liðinu að undanförnu.
Stjarnan 3 - 1 ÍBV
Mörk Stjörnunnar:
Emil Atlason
Haukur Örn Brink
Bjarki Hrafn Garðarsson
Mark ÍBV:
Heiðmar Þór Magnússon
Kári 5 - 2 Hvíti riddarinn
Mörk Kára:
Sigurjón Logi Bergþórsson (2)
Matthías Daði Gunnarsson
Jón Þór Finnbogason
Grétar
Reynir S. 2 - 0 Þróttur V.
1-0 Sævar Gylfason
2-0 Arnór Siggeirsson
Afturelding 1 - 1 Grindavík
1-0 Sjálfsmark
1-1 Christian Bjarmi Alexandersson
Árborg 3 - 1 Víðir
Mörk Árborgar:
Sjálfsmark
Aron Freyr Margeirsson
Kristinn Sölvi Sigurgeirsson
Haukar 4 - 4 Breiðablik 2
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir



