Heimamenn í Marokkó mæta Senegal í úrslitaleik Afríkukeppninnar sem hefst innan skamms.
Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og má búast við afar jöfnum og spennandi úrslitaleik í ár. Báðar þjóðir eru með ógnarsterka leikmenn í byrjunarliðunum og á bekkjunum.
Walid Regragui þjálfari Marokkó mætir til leiks með sama byrjunarlið og í undanúrslitum, þar sem heimamenn höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni gegn Nígeríu. Marokkó var sterkara liðið í mjög tíðindalitlum leik sem lauk með markalausu jafntefli.
Þar má finna stjörnur á borð við Achraf Hakimi, Brahim Díaz og Noussair Mazraoui í byrjunarliðinu. Sofyan Amrabat, Youssef En-Nesyri, Romain Saïss og Chemsdine Talbi eru meðal varamanna.
Pape Thiaw þjálfari Senegal gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem lagði Egyptaland að velli í undanúrslitum. Kalidou Koulibaly er meiddur og dettur úr varnarlínunni en í hans stað kemur Mamadou Sarr, tvítugur miðvörður Chelsea sem leikur hjá Strasbourg á lánssamningi.
Antoine Mendy bakvörður OGC Nice kemur svo inn í hægri bakvarðarstöðuna fyrir Krepin Diatta sem sest á bekkinn á meðan Lamine Kamara, samherji Diatta hjá Mónakó, kemur inn á miðjuna fyrir Habib Diarra, leikmann Sunderland.
Ismaila Sarr, leikmaður Crystal Palace, er á bekknum hjá Senegal ásamt Pape Matar Sarr, leikmanni Tottenham. Hinir feykiöflugu Nicolas Jackson og Sadio Mané leiða sóknarlínuna með Everton-mennina Idrissa Gana Gueye og Iliman Ndiaye sér til stuðnings.
Marokkó: Bounou, Hakimi, Aguerd, Masina, Mazraoui, Ezzalzouli, El Aynaoui, Saibari, El Khannouss, Diaz, El Kaabi
Varamenn: Akhomach, Amrabat, En-Nesyri, Talbi, Saiss, Igamane, Salah-Eddine, Targhalline, Rahimi, El Yamiq, Chibi, Belammari, Ait Boudlal, Munir, El Harrar
Senegal: E. Mendy, A. Mendy, Niakhate, Sarr, M. Diouf, L. Camara, I. Gueye, I. Ndiaye, P. Gueye, Mane, Jackson
Varamenn: I. Sarr, P. Sarr, Mbaye, Dia, Diallo, Diatta, C. Ndiaye, Jakobs, Seck, Niang, Sabaly, Ciss, M. Camara, Diaw, Y. Diouf
Athugasemdir


