Ítalska félagið Atalanta er búið að festa kaup á framherjanum knáa Giacomo Raspadori sem kemur úr röðum Atlético Madrid.
Raspadori er 25 ára gamall ítalskur landsliðsmaður með 11 mörk í 45 leikjum. Hann varð Evrópumeistari með Ítölum 2021 og hefur síðan þá unnið tvo Ítalíumeistaratitla sem leikmaður Napoli.
Atlético keypti hann úr röðum Napoli síðasta sumar fyrir um 25 milljónir evra en Raspadori fann ekki taktinn undir stjórn Diego Simeone og er seldur burt hálfu ári eftir að hafa verið keyptur.
Atalanta vantar snerpu í sóknarleikinn hjá sér og ákvað því að festa kaup á Raspadori fyrir sama verð og Atlético borgaði - 25 milljónir evra.
Hann mun berjast við menn á borð við Gianluca Scamacca, Nikola Krstovic og Ademola Lookman um sæti í byrjunarliðinu hjá Atalanta, ef sá síðastnefndi verður ekki seldur í janúarglugganum.
Raspadori kom við sögu í 1-1 jafntefli gegn nýliðum Pisa á föstudagskvöldið.
Atalanta er að eiga vonbrigðatímabil og er í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar með 32 stig eftir 21 umferð, sjö stigum frá meistaradeildarsæti.
— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) January 17, 2026
Athugasemdir




