Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 21. janúar 2023 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bremen fékk útreið í Köln
Koln 7 - 1 Werder
1-0 Linton Maina ('9 )
2-0 Steffen Tigges ('15 )
3-0 Steffen Tigges ('21 )
4-0 Ellyes Skhiri ('30 )
5-0 Denis Huseinbasic ('36 )
5-1 Niclas Fullkrug ('38 )
6-1 Ellyes Skhiri ('54 )
7-1 Marco Friedl ('76 , sjálfsmark)

Annar óvænti stórsigurinn í þýsku deildinni kom í síðasta leik dagsins en Köln valtaði yfir Werder Bremen, 7-1, en alls voru sex mörk skoruð í fyrri hálfleik.

Þessi lið eru hlið við hlið í deildinni og mátt því búast við hörkuleik í Köln en svo var aldeilis ekki.

Linton Maina skoraði fyrsta mark heimamanna á 9. mínútu og þá gerði Steffen Tigges tvö mörk á sex mínútum. Ellyes Skhiri og Denis Huseinbasic gerðu tvö til viðbótar áður en Nicklas Fullkrug minnkaði muninn þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Skhiri gerði annað mark sitt á 54. mínútu áður en Bremen kórónaði ömurlegan dag sinn er Marco Friedl skoraði í eigið net tæpum fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Köln er í 10. sæti með 20 stig, einu stigi á eftir Bremen sem er í 9. sætinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 69 41 +28 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 50 +18 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
15 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner