Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. febrúar 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Bruno Fernandes skoraði og lagði upp í sigri Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 3 - 1 Newcastle
1-0 Marcus Rashford ('30 )
1-1 Allan Saint-Maximin ('36 )
2-1 Daniel James ('57 )
3-1 Bruno Fernandes ('75 , víti)

Manchester United er aftur komið á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 heimasigur á Newcastle. Liðið er með sigrinum komið aftur í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum frá Manchester City og með betri markatölu en Leicester sem fer niður í 3. sætið.

Staðan í leikhléi var 1-1 en Manchester United var talsvert betra liðið í seinni hálfleiknum og kláraði verkefnið. Daniel James kom United í 2-1 eftir laglega sókn og svo bætti Bruno Fernandes við marki úr vítaspyrnu. Bruno hafði átt lokasnertinguna fyrir skotið frá James. Portúgalinn heldur áfram að koma að marki eða mörkum í flestum leikjum, ótrúlegur.

Bæði lið áttu sex tilraunir á markið en Man Utd hélt boltanum ríflega 70% af leiktímanum í dag. Næsta verkefni heimamanna er gegn Real Sociedad á fimmtudag en Newcastle þarf að passa sig verulega ef Fulham á ekki að nálgast liðið enn frekar í fallbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner