sun 21. febrúar 2021 11:30
Aksentije Milisic
Rashford: Þurfum að bæta okkur til að vinna titla
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, segir að liðið verði að bæta sig enn frekar, vilji það fara að skila titlum í hús.

United hefur reglulega komist í undanúrslit hina ýmsu keppna undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, en þegar mest er undir, þá fellur liðið á prófinu. Rashford segir að liðið sé á réttri braut undir stjórn Ole en hann segir að ef titlar eiga að koma í hús, þá verði liðið að bæta sig enn frekar.

„Ef við lítum til baka, þegar Ole tók við liðinu, þá höfum við bætt okkur, það er augljóst,” sagði Marcus.

„Þrátt fyrir að við höfum verið að vinna leiki þá (þegar hann tókst fyrst við), þá vorum við ekki að vinna þá á þann hátt sem við vildum. Núna erum við að taka mörg skref í rétta átt.”

„Við þurfum hins vegar að bæta okkur enn frekar og taka fleiri skref í rétta átt svo að titlarnir fari að koma. Við viljum vinna stóra titla og stóra leiki.”

Manchester United mætir Newcastle á Old Trafford í kvöld en liðinu hefur gengið illa í deildinni undanfarið. Því er sigur í kvöld nauðsynlegur fyrir Ole Gunnar Solskjær og hans menn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner