Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
banner
   mið 21. mars 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho tók víkingaklappið í viðtali við Sveppa um Eið Smára
Næstkomandi mánudag, 26. mars, kemur þáttaröðin "Gudjohnsen" í Sjónvarp Símans Premium en um er að ræða þáttaröð um magnaðan feril Eið Smára Guðjohnsen. Eiður og Sveppi tóku þáttaröðina upp fyrr í vetur.

Mourinho talar þar um fyrstu kynni sín af Eiði Smára, mörk með Chelsea og Barcelona, mismunandi stöður sem Eiður spilaði á ferli sínum og margt fleira.

„Það var fallegt að horfa á hann spila fótbolta," sagði Mourinho um Eið Smára.

„Mér fannst hann alltaf geta orðið betri en hann var. Ég taldi hann hafa hæfileika til að verða ennþá betri. Hann naut hins vegar hvers einasta dag sem fótboltamaður og stundum er það betra en að vera betri fótboltamaður og vera ekki nægilega ánægður," sagði Mourinho meðal annars.

Í lokin reyndi Sveppi að fá Mourinho til að senda Auðunni Blöndal kveðju. Mourinho hló af þeirri beiðni en henti í víkingaklappið í staðinn.

Sjón er sögu ríkari en hægt er að horfa á klippuna hér að ofan.

Um þættina
Í þáttaseríunni GUDJOHNSEN gerir sjónvarpsmaðurinn -og skemmtikrafturinn Sveppi upp glæstan feril æskuvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen á óhefbundinn og áhugaverðan hátt.

Saman ferðast vinirnir til 9 landa og gera þeim 16 félagsliðum sem Eiður spilaði fyrir á 22 ára tímabili skil. Þeir heimsækja borgir -og bæi sem Eiður hefur búið í í gegnum árin, kíkja á vellina sem hann hefur spilað á, skoða gömul heimili hans, hitta fyrrverandi kollega -bæði innan vallar sem utan og fara almennt yfir hvernig líf Eiðs var á hverjum stað og á hverri stund fyrir sig.

Þetta ferðalag Sveppa og Eiðs í gegnum fortíðina er fræðandi og á sama tíma skemmtilegt þar sem persónulega nálgunin og áratuga löng vinátta þeirra skín í gegn og býður upp á frábæra og afslappaða skemmtun.

Þáttur 1 “Barnakarl” -Æskuslóðir í Breiðholti. ÍR. Valur. PSV Eindhoven.

Þáttur 2 “Harðákveðin” - KR. Bolton. Chelsea. Jimmy Floyd Hasselbaink.

Þáttur 3 “The Special One” - Chelsea. Gianfranco Zola. Frank Lampard. Jose Mourino.

Þáttur 4 “La buena vida” - Barcelona. Andrés Iniesta.

Þáttur 5 “Vegbúinn” - Monaco. Tottenham. Stoke. Fulham. AEK Athens.

Þáttur 6 “Draumur um Kína” - Cercle Brugge. Club Brugge. Bolton. Shijiazhuang Ever Bright.

Þáttur 7 “Fyrir Ísland” - Molde. Landsliðið. Ole Gunnar Solskjær.

Þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarp Símans Premium frá og með mánudeginum.
Athugasemdir