Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 21. mars 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Paulo Dybala þriðji leikmaður Juventus sem fær veiruna
Argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala er þriðji leikmaður Juventus til að greinast með kórónuveiruna

Hann og kærasta hans Oriana Sabatini komu bæði jákvæð úr kórónuveiruprófi.

„Við Oriana erum bæði sýkt af Covid-19. Sem betur fer þá líður okkur vel," skrifaði Dybala á Instagram.

Daniele Rugani var fyrsti leikmaður Juventus til að lenda í veirunni (11. mars) en hann hefur verið einkennalaus.

Franski miðjumaðurinn Blaise Matuidi var svo greindur með veiruna síðasta þriðjudag.
Athugasemdir
banner