Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. maí 2019 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Juventus hefur áhuga á Klopp - Myndi kosta 32 milljónir punda
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Massimo Allegri kvaddi Juventus á dögunum eftir að hafa gert liðið fimm sinnum að deildarmeisturum og komið liðinu tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en hvað tekur við hjá Juventus?

Antonio Conte lagði grunninn að velgenginni hjá Juventus áður en Allegri tók við og tókst þessum fyrrum þjálfara AC Milan að gera liðið enn betra.

Hann náði í ellefu titla hjá félaginu en hann var látinn taka poka sinn á dögunum eftir fimm ára dvöl.

Tuttosport greinir frá því að tveir þjálfarar koma til greina en það eru þeir Jose Mourinho og Jürgen Klopp hjá Liverpool.

Mourinho var látinn fara frá Manchester United í desember og yrði því ódýrari kostur en Juventus þyrfti að leggja 32 milljónir punda út til að eiga möguleika á því að ræða við Klopp.

Klopp þénar 7 milljónir punda á ári en samningur hans gildir til ársins 2022.

Mourinho virðist þó líklegasti kosturinn enda er Klopp afar ánægður hjá Liverpool. Hann var að koma Liverpool í þriðja úrslitaleikinn í Evrópukeppni á dögunum og endaði liðið þá með 97 stig í ensku úrvalsdeildinni, sem er met hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner