Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe ekki með í úrslitaleiknum?
Kylian Mbappe og Ousmane Dembele verða líklega ekki með um helgina
Kylian Mbappe og Ousmane Dembele verða líklega ekki með um helgina
Mynd: EPA
Talið er að franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe verði ekki með gegn Lyon í úrslitaleik franska bikarsins á laugardag en þetta segir RMC Sport.

Mbappe er á förum frá PSG en hann tilkynnti þetta fyrir síðasta heimaleik félagsins.

Eigendur PSG eru afar ósáttir með ákvörðun Mbappe sem mun yfirgefa félagið á frjálsri sölu en samkvæmt RMC Sport ætlar félagið að banna Luis Enrique, þjálfara PSG, að velja hann í hópinn fyrir leikinn gegn Lyon.

Það má því áætla að Mbappe hafi spilað sinn síðasta leik fyrir franska félagið, en hann mun á næstu vikum skrifa undir hjá Real Madrid á Spáni.

Í fréttinni kemur þá fram að Ousmane Dembele gæti einnig verið á förum frá PSG.

Dembele skemmti sér með Mbappe í Cannes þegar PSG átti útileik gegn Metz á dögunum. Talið er að það hafi verið síðasta kornið sem fyllti mælinn.

Enrique var þá óánægður með frammistöðu Dembele gegn Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og vill losa sig við hann sem allra fyrst.

Hann, eins og Mbappe, mun líklega ekki vera í hópnum gegn Lyon um helgina. Ákvörðun sem Lyon mun eflaust fagna, enda báðir verið lykilmenn PSG á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner