Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. júní 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst Ronaldo gera lítið úr andstæðingnum
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, er ósáttur við það hvernig stórstjarnan Cristiano Ronaldo kom fram í 4-2 sigri Þýskalands á Portúgal á Evrópumótinu.

Ronaldo, sem er 36 ára, kom Portúgal yfir í leiknum eftir mikinn sprett upp völlinn.

Stuttu síðar fannst Hamann sá portúgalski gera lítið úr Antonio Rudiger, varnarmanni Þýskalands. Ronaldo gaf boltann með hælnum án þess að horfa og Rudiger gat ekkert gert í því.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hér.

Þetta gerðist í stöðunni 1-0, en Þjóðverjar fóru á kostum í leiknum og unnu hann 4-2.

„Hann lítur út eins og fífl núna. Þetta gerist í 1-0, hann lítur út eins og fífl," sagði Hamann við RTE. „Að einhverju leyti er hann að reyna að gera lítið úr andstæðingnum."

„Kannski byrjaði endurkoma Þýskalands við þetta, kannski kveikti þetta enn frekar í þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner