Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. júní 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli kvartar undan álagi - Ósanngjarnt að fá lið þurfa að spila mjög þétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍA er í botnsæti Pepsi Max-deildarinnar eftir níu umferðir. ÍA hefur einungis unnið einn leik og gert tvö jafntefli í sumar.

Liðið tapaði gegn Fylki í gær og var það fjórða tap liðsins í röð. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var til viðtals eftir leikinn í gær. Hann var spurður út í gengi liðsins.

Taflan lýgur ekkert
Er einhver aukin pressa á liðinu út af stöðunni í deildinni?

„Já, algjörlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera á botninum og höfðum trú á að við gætum gert betri hluti en taflan lýgur ekkert. Við erum bara þar sem við eigum skilið að vera. Við þurfum að vera fljótir að grípa inn í og laga þá hluti sem þarf að laga. Við þurfum að fókusa meira á varnarleikinn, að gefa ekki svona auðveldlega tækifæri á okkur. Það er alveg augljóst að liðin eiga alltof auðvelt með að skora hjá okkur. Við þurfum að laga það, annars vinnum við ekki marga fótboltaleiki," sagði Jói Kalli.

Ósanngjarnt að fá lið þurfa að spila mjög þétt
Hann kom einnig inn á leikjaálagið á liðinu. ÍA mætti KA síðasta miðvikudag í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og mætti Fylki í gær. Liðið mætir svo Fram í bikarnum á miðvikudag, Keflavík í deildinni næsta mánudag og svo Víkingi mánudaginn eftir það. Hann var spurður út í næstu tvo leiki liðsins og hvort stefnan væri ekki sett á sigra í báðum leikjum.

„Það er bikarinn núna á miðvikudaginn en við vorum settir í þá stöðu eftir þetta landsleikjahlé að leikirnir röðuðust þétt upp hjá okkur og við höfum lent í meiðslum og skakkaföllum þannig þetta er erfið törn fyrir okkur framundan en þetta er hárrétt, við ætlum að fara inn í leikinn á miðvikudaginn í bikarnum til þess að vinna hann og fara síðan í næstu umferð. Síðan eftir það skoðum við hvernig við ætlum að ná í 3 stig á móti Keflavík."

Fjórir leikir á tólf dögum (16. júní - 28. júní), er það dálítið mikið álag?

„Þetta er álag en það breytir ekki að við eigum að gera betur en það sem við erum að sýna en þetta er rosalega svekkjandi að í miðju íslandsmóti skildi vera sett upp eitthvað hraðmót og frí, svo lendir það á einhverjum fáum liðum að þurfa að spila mjög þétt á meðan önnur lið eru ekki að spila eins þétt. Það er ósanngjarnt en það breytir ekki að við eigum að gera mikið betur," sagði Jói Kalli.
Jói Kalli: Vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner