29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 21. júní 2021 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry: Ég vil hrósa dómaranum, frábær dómgæsla
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við hefðum viljað vinna en úr því sem komið var, þá líður manni svolítið eins og við höfum unnið," sagði Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, eftir 1-1 jafntefli við Víking.

KR jafnaði í uppbótartíma eftir að hafa 1-0 undir frá tíundu mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Við spiluðum frábæran seinni hálfleik. Þórður var frábær í markinu hjá þeim og dómarinn var frábær. Ég vil hrósa dómaranum, frábær dómgæsla."

Kjartan var að kljást við tvo leikmenn sem hafa spilað með landsliðinu, rétt eins og hann; Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen.

„Það er bara ógeðslega gaman. Þess vegna er maður að spila fótbolta. Víkingur er með frábært fótboltalið. Það er sterkt fyrir okkur að koma hingað, sýna karakter og halda áfram. Við höfum ekki tapað á útivelli í rúmt ár held ég. Við verðum að taka þetta með í dag og vera klárir í næsta leik."

„Sem KR-ingur, þá hefði ég viljað fá öll stig sem eru í boði. Víkingur er með frábært lið og svona er fótboltinn. Við verðum klárir í næsta leik."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir