Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júní 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe íhugaði að hætta í franska landsliðinu
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Stórstjarnan Kylian Mbappe íhugaði að hætta með franska landsliðinu eftir síðasta Evrópumót.

Mbappe var lykilmaður í franska liðinu er þeir fóru alla leið á HM 2018 og var hann hreint út sagt stórkostlegur á því móti. Hann fann ekki sama takt á EM síðasta sumar og endaði á því að klúðra víti í vítaspyrnukeppninni er Frakkar féllu út í 16-liða úrslitunum.

Eftir mótið varð hann fyrir barðinu á kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum og íhugaði hann að hætta í liðinu. Noel Le Graet, forseti franska fótboltasambandsins, segir frá þessu.

„Ég hitti hann á skrifstofu minni og við áttum stuttan fund. Hann var reiður, hann vildi ekki spila lengur fyrir franska landsliðið,” sagði Le Graet.

Mbappe, sem er bara 23 ára, ákvað á endanum að halda áfram og verður í eldlínunni á HM í Katar næsta vetur, sem betur fer fyrir Frakka.
Athugasemdir
banner