Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júní 2022 09:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Risatilboði Man Utd í Evanilson hafnað
Powerade
Evanilson til Man Utd?
Evanilson til Man Utd?
Mynd: EPA
Tottenham og Man Utd hafa áhuga á Eriksen
Tottenham og Man Utd hafa áhuga á Eriksen
Mynd: EPA
West Ham tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir Broja
West Ham tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir Broja
Mynd: EPA
Áfram eru slúðurpakkarnir þéttir á milli tímabili þegar glugginn er opinn. Pakkinn er í boði Powerade og tekinn saman af BBC



Arsenal vill fá Raphinha (25) frá Leeds. Barcelona hefur sýnt honum áhuga en sá áhugi hefur dalað. (Goal)

Chelsea og Tottenham berjast um að fá Richarlison (25) frá Everton sem vill fá rúmlega 50 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn. (Mail)

West Ham ætlar að bjóða um 30 milljónir punda í Armando Broja (20) framherja Chelsea sem heillaði á láni hjá Southampton í fyrra. (Sky Sports)

Tottenham hafði samband Christian Eriksen (30) fyrir nokkrum vikum en hefur ekki fylgt á eftir áhuga sínum á Dananum. (Football London)

Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, hefur sagt við félagið að hann vilji fá bæði Eriksen og Frenkie de Jong (25). (Goal)

Man Utd hefur fengið höfnun frá Porto eftir að enska félagið bauð 55 milljónir punda í Evanilson (22) framherja portúgalska félagsins. (O Jogo)

Þar sem United tóks ekki að fá Jurrien Timber (21) frá Ajax þá gæti enska félagið reynt að fá liðsfélaga hans, Lisandro Martinez (24). Miðvörðurinn er einnig undir smásjá Arsenal. (Mirror)

Manchester United er einnig að nálgast samkomulag við Ajax um kaup á Antony (22). Brasilíski vængmaðurinn kostar um 40 milljónir punda. (Sun)

PSG mun bjóða aftur í Milan Skriniar (27) hjá Inter. (Fabrizio Romano)

Inter mun hitta Bremer (25) sem er miðvörður Torino. Hann gæti komið í staðinn fyrir Skriniar. (Romano)

Leeds er að velta fyrir sér að fá Tyler Adams (23) frá RB Leipzig ef Kalvin Phillips (26) fer til Man City. (Mail)

Aston Villa er tilbúið að hlusta á tilboð í John McGinn (27) í sumar. (Football Insider)

Trezeguet (27) er nálægt því að fara frá Villa til Trabzonspor á um 3 milljónir punda. (Mail)

Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, er við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. (Nottinghamshir Live)

Forest er komið vel á veg í viðræðum við Union Berlin um kaup á Taiwo Waoniyi (24). Sóknarmaðurinn kostar 17,5 milljónir punda og ef kaupin ganga í gegn yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Forest. (Telegraph)

Samkomulag við Awoniyi er hins vegar ekki í höfn því hann ætlar ekki að semja við enska félagið. (Football Insider)

Pierre-Emile Höjbjerg (26) hefur verið orðaður í burtu frá Tottenham en félagið hefur engann áhuga á að selja miðjumanninn. (Football London)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner