Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. september 2022 13:20
Innkastið
Brazell hugsanlega á blaði hjá Grindavík og Vestra? - „Atvikið í Kórnum svartur blettur“
Lengjudeildin
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mögulegar þjálfarahræringar í Lengjudeildinni voru til umræðu í Innkastinu í vikunni. Þar voru vangaveltur varðandi Englendinginn Chris Brazell sem endaði með Gróttu í þriðja sæti.

„Ég heyrði sögu um að hann vildi fara í stærra verkefni. Gróttu 'projectið' snýst ekki endilega um að blása í herlúðra og reyna að spila í efstu deild. Manni líður þannig að Gróttumenn séu sáttir þegar þeir eru öruggir í Lengjudeildinni. Hann sé með metnaðinn hærra. Það verða breytingar hjá Gróttu og ég trúi ekki að Kjartan Kári verði þar áfram," segir Elvar Geir í Innkastinu.

Sæbjörn Steinke segir að það hjálpi honum þó ekki að fá annað starf að hafa farið í þriggja leikja bann vegnandi ógnandi tilburða við Erlend Eiríksson dómara í sumar.

„Þetta atvik í Kórnum er svartur blettur," segir Sæbjörn en Brazell fékk svo rautt spjald í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag og byrjar nýtt tímabil í banni.

Í þættinum var talað um hvort Grindavík og Vestri gætu verið með Brazell á blaði. Óvíst er hvort Grindvíkingar ætla að halda Alfreði Elíasi Jóhannssyni.

„Ef Grindavík losar sig við Alfreð Elías, þeir hafa gefið það út að þeir séu að horfa í efstu deild á næsta tímabili, getum við séð Chris fara þangað?" spyr Guðmundur Aðalsteinn í Innkastinu. „Ef Grindavík ætlar að skipta um þjálfara væri skrítið ef hann væri ekki á blaði hjá þeim," svarar Elvar.

Aðrir sem voru nefndir í þættinum sem mögulegir kostir fyrir Vestra voru Aleksandar Linta, Alfreð Elías og Ólafur Jóhannesson. Gæti Óli Jó verið til í ævintýri fyrir vestan?
Innkastið - Titillinn á hraðleið í Kópavog og FH í fallsæti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner