Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 22. janúar 2020 19:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Man Utd og Burnley: Jones og Mata koma inn
Klukkan 20:15 hefst viðureign Manchester United og Burnley á Old Trafford. Leikurinn er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Burnley vann sterkan sigur á Leicester á sunnudaginn á meðan United tapaði gegn Liverpool, 2-0 á Anfield.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, gerir tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Liverpool. Juan Mata kemur inn fyrir Luke Shaw og Phil Jones byrjar í stað Victor Lindelöf sem er veikur. Mason Greenwood var talinn líklegur að fá tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Marcus Rashford en Greenwood byrjar á bekknum í kvöld.

Sean Dyche, stjóri Burnley, gerir eina breytingu frá sigrinum á Leicester. Matthew Lowton byrjar í hægri bakverði í stað Phil Bardsley. Jóhann Berg Guðmundsson var sagður eiga möguleika á að vera í hópnum hjá Burnley í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli. Jói er ekki á bekknum í kvöld.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Wan-Bissaka, Maguire, Jones, Williams, Pereira, Matic, Fred, James, Mata, Martial.

(Varamenn: Romero, Dalot, Bailly, Shaw, Lingard, Gomes, Greenwood. )

Byrjunarlið Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Hendrick, Cork, Westwood, McNeil, Wood, Rodriguez.

(Varamenn: Hart, Brady, Pieters, Lennon, Vydra, Long, Goodridge. )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner