Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 22. janúar 2021 09:06
Magnús Már Einarsson
De Bruyne ekki með gegn Liverpool?
Möguleiki er á að Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, verði frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðsla.

De Bruyne meiddist aftan í læri í sigrinum á Aston Villa á miðvikudag.

Næstu leikir Manchester City eru gegn WBA, Sheffield United og Burnley áður en liðið mætir Liverpool í stórleik á Anfield þann 7. febrúar.

De Bruyne er tæpur fyrir þann leik ef marka má fréttir frá Englandi en hann verður líklega ekki með City í næstu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner