Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. janúar 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fimm leikmenn framlengja við Þór
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, ásamt leikmönnunum fimm
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, ásamt leikmönnunum fimm
Mynd: Heimasíða Þórs
Þór á Akureyri framlengdi í gær samninga við fimm leikmenn félagsins en Jóhann Helgi Hannesson, Guðni Sigþórsson, Aðalgeir Axelsson, Elvar Baldvinsson og Steinar Logi Kárason skrifuðu allir undir nýjan samning.

Jóhann Helgi er einn af reynslumestu leikmönnum liðsins en hann á 253 leiki og 72 mörk en hann hefur verið einn af burðarstólpum liðsins síðasta áratuginn.

Guðni er 22 ára gamall vængmaður og hefur leikið 61 leik fyrir Þór og 7 mörk. Hann hefur spilað með Þór öll tímabil fyrir utan árið 2019 en þá var hann á láni hjá nágrönnum þeirra í Magna.

Aðalgeir er jafn gamall og Guðni og er uppalinn Þórsari. Hann á sex leiki fyrir Þór.

Elvar er uppalinn á Húsavík og er 24 ára gamall. Hann var mikilvægur partur af liði Völsungs áður en hann gekk til liðs við Þór á síðasta ári.

Steinar Logi er þá yngstur af þeim en hann er 20 ára gamall og á enn eftir að spila deildarleik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner