Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. janúar 2021 13:54
Elvar Geir Magnússon
Jón Ingason meiddist illa í Herjólfshöllinni - Ekki með í sumar
Jón Ingason, varnarmaður ÍBV.
Jón Ingason, varnarmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jón Ingason í ÍBV verður ekki með á þessu tímabili eftir að hafa meiðst illa á æfingu í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum.

Hann er með slitið krossband, slitið liðband og rifinn liðþófa en þetta kom í ljós við skoðun í gær.

Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV en Jón var valinn leikmaður ársins 2020 hjá Eyjamönnum.

Jón er 25 ára og er uppalinn hjá ÍBV. Hann lék með Grindavík 2017-2019 en gekk aftur í raðir Eyjamanna fyrir síðasta tímabil.

ÍBV hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner