lau 22. janúar 2022 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Thomas Frank bað dómarann um að reka sig útaf
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, danskur knattspyrnustjóri Brentford, fékk tvö gul spjöld eftir lokaflautið í 1-2 tapi gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Frank var pirraður undir leikslok því Úlfarnir voru að tefja mikið og vildi hann sjá Jose Sá, markvörð Wolves, fá annað gult spjald fyrir tafir.

Að leikslokum voru menn að rífast og endaði Frank í rifrildi við Joao Moutinho. Frank fékk gult spjald fyrir sinn þátt í rifrildinu og sneri sér þá að dómaranum og bað hann um að gefa sér bara annað gult spjald - sem hann gerði.

Brentford er búið að tapa fjórum leikjum í röð í úrvalsdeildinni en nýliðarnir eru þó átta stigum frá fallsæti, með 23 stig úr 23 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner