Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2023 10:29
Brynjar Ingi Erluson
De Gea: Erum að tala um einn besta stjóra sögunnar og svo gaurinn hjá Arsenal
Mynd: EPA
David De Gea, markvörður Manchester United, er klár í slaginn fyrir einn stærsta leik tímabilsins hjá liðinu er það heimsækir Arsenal á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Spænski markvörðurinn talaði um ríginn gegn Arsenal fyrir leik þessara liða en þau eru bæði í baráttu í efstu sætunum og skiptir leikurinn í dag miklu máli upp á framhaldið.

„Þetta verður rosalegur leikur. Við viljum vinna og munum fara til Lundúna og reyna að vinna sigra þá. Það vita allir stærðargráðuna á þessum leik á sunnudag, sérstaklega þar sem við erum þarna að berjast um efstu sætin,“ sagði De Gea.

Markvörður var spurður út ríg Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger en skaut þar léttu skoti á Wenger. Ferguson og Wenger voru tveir sigursælustu stjórarnir í ensku úrvalsdeildinni, þó Ferguson hafi vissulega náð töluvert meiri árangri.

„Við erum að tala um einn besta stjórann í sögunni, Sir Alex og svo gaurinn hjá Arsenal. Þetta voru aðrir tímar og öðruvísi fótbolti,“ sagði De Gea.
Athugasemdir
banner
banner