Álvaro Morata verður nýr leikmaður Como á næstu viku eða tveimur. Hann fær endanlegt grænt ljós á félagaskiptin um leið og Victor Osimhen skrifar undir samning við Galatasaray.
Morata á eitt ár eftir af lánssamningi sínum við Galatasaray en hefur samið við félagið um að snúa fyrr heim til að leika með Como.
Morata er hjá Galatasaray á láni frá Milan en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við ítalska stórveldið.
Morata, sem verður 33 ára í október, er fyrirliði spænska landsliðsins og mun Como greiða um 10 milljónir evra til að kaupa hann til sín.
Morata verður áttundi leikmaðurinn sem Como kaupir í sumar, eftir að hafa landað Jesús Rodríguez, Nicolas Kühn, Martin Baturina, Jayden Addai, Máximo Perrone, Álex Valle og Fellipe Jack.
Como tókst þá að halda eftirsóttum þjálfara sínum Cesc Fábregas innan sinna raða og hefur ekki selt neina lykilmenn í glugganum.
Athugasemdir