Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 20. júlí 2025 22:23
Kári Snorrason
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tapaði sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í kvöld þegar Valur hafði betur í toppslag Bestu-deildarinnar. Leiknum lauk með 1–2 sigri Vals. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Valur

„Þetta er mjög súrt, alltaf leiðinlegt að tapa leikjum en sérstaklega þegar við skorum sigurmarkið í leiknum. Sem er mjög tilviljunakennt og alger óheppni að fá það á sig."

„Við vorum búnir að standa okkur frábærlega manni færri, búnir að sýna þvílíkan karakter og orku að koma til baka. Mér fannst við virkilega flottir, líka í fyrri hálfleiknum spiluðum vel en vantaði upp á betri ákvarðanatöku."


Víkingur fékk mark á sig og rautt spjald með nokkurra mínútna millibili.

„Þeir eru góðir í skyndisóknum og ef við erum ekki vakandi og förum illa með boltann, þá er hætta á að okkur verði refsað og þeir gerðu það svo sannarlega."

Gylfi Þór var tekinn af velli í kjölfar rauða spjaldsins.

„Hann var alls ekki tæpur, ég þurfti að skipta einum leikmanni út til að koma Pálma inn. Mér fannst það henta liðinu að vera með meiri hraða. Því undir öllum kringumstæðum vorum við að fara sitja meira og þurftum að treysta meira á hraðann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner