Víkingur tapaði sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í kvöld þegar Valur hafði betur í toppslag Bestu-deildarinnar. Leiknum lauk með 1–2 sigri Vals. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Valur
„Þetta er mjög súrt, alltaf leiðinlegt að tapa leikjum en sérstaklega þegar við skorum sigurmarkið í leiknum. Sem er mjög tilviljunakennt og alger óheppni að fá það á sig."
„Við vorum búnir að standa okkur frábærlega manni færri, búnir að sýna þvílíkan karakter og orku að koma til baka. Mér fannst við virkilega flottir, líka í fyrri hálfleiknum spiluðum vel en vantaði upp á betri ákvarðanatöku."
Víkingur fékk mark á sig og rautt spjald með nokkurra mínútna millibili.
„Þeir eru góðir í skyndisóknum og ef við erum ekki vakandi og förum illa með boltann, þá er hætta á að okkur verði refsað og þeir gerðu það svo sannarlega."
Gylfi Þór var tekinn af velli í kjölfar rauða spjaldsins.
„Hann var alls ekki tæpur, ég þurfti að skipta einum leikmanni út til að koma Pálma inn. Mér fannst það henta liðinu að vera með meiri hraða. Því undir öllum kringumstæðum vorum við að fara sitja meira og þurftum að treysta meira á hraðann."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir