Það eru sex leikir á dagskrá í íslenska boltanum í kvöld þar sem þrír leikir fara fram í 2. deild kvenna, tveir í 5. deild karla og einn í Utandeildinni.
KÞ, ÍH og Smári eiga heimaleiki í kvennaflokki þar sem ÍH er í öðru sæti sem stendur, með eins stigs forystu á Völsung.
KÞ og Smári verma botnsætin og eru gestalið ÍR og Álftaness einnig í neðri hluta deildarinnar.
Skallagrímur á þá heimaleik við Smára og getur tekið toppsætið í A-riðlinum með sigri eftir að topplið Álafoss tapaði síðustu tveimur leikjum af þremur.
Stokkseyri spilar þá við Úlfana í B-riðli. Stokkseyri er á botni riðilsins, sex stigum á eftir Úlfunum.
Að lokum mætast KB og Fálkar í Utandeildinni. Þar getur KB jafnað Afríku á stigum í öðru sætinu og komið sér þremur stigum frá toppliði Hamranna, með leik til góða.
2. deild kvenna
19:15 KÞ-ÍR (Þróttheimar)
19:15 ÍH-Fjölnir (Skessan)
19:15 Smári-Álftanes (Fagrilundur - gervigras)
5. deild karla - A-riðill
20:00 Skallagrímur-Smári (Skallagrímsvöllur)
5. deild karla - B-riðill
20:00 Stokkseyri-Úlfarnir (Eyrarfiskvöllurinn)
Utandeild
19:00 KB-Fálkar (Domusnovavöllurinn)
Athugasemdir