Valur tryggði sér toppsæti Bestu-deildarinnar með sigri á Víking R. fyrr í kvöld. Patrick Pedersen skoraði dramatískt mark undir lok leiks og þar með tryggði Valsmönnum sigurinn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Valur
„Það eru ekki mörg lið sem koma hér í Víkina og eiga frammistöðu eins og okkar var hér í dag. Þá sérstaklega fyrri hálfleikur og síðustu tuttugu mínúturnar í seinni hálfleik."
„Á endanum fannst mér þetta sanngjarn sigur, á móti mjög góðu liði. Það þarf ekkert að hrósa Víkingum, því allir vita hvernig þeir hafa verið síðustu ár."
Valur er á toppi deildarinnar.
„Strákurinn minn sagði mér fyrir leik að við höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga. Það sýnir hversu erfitt það er að komast þangað."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir