Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 22. september 2019 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Hólmfríður Magnúsdóttir framlengir við Selfoss
Hólmfríður Magnúsdóttir og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar
Hólmfríður Magnúsdóttir og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar
Mynd: UMFS
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur gert eins árs framlengingu á samning sínum við Selfoss en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild félagsins í dag.

Hólmfríður samdi við Selfoss fyrir sumarið en hún hafði verið í fæðingarorlofi.

Hún hefur leikið með félögum á borð við KR, ÍBV, Val, Kristianstad, Avaldsnes og Philadelphia Independence en hún er uppalin hjá KFR.

Hólmfríður spilaði 18 leiki og skoraði 8 mörk fyrir Selfoss í deild- og bikar í sumar en hún skoraði meðal annars í úrslitaleik bikarsins þar sem Selfoss vann fyrsta stóratitilinn í sögu félagsins.

Hún hefur nú framlengt samning sinn við Selfoss um eitt ár en hún var ánægð eftir undirskriftina.

„Ég sé ekki fyrir mér að hætta núna fyrst það er búið að ganga svona vel í sumar og líkaminn er í góðu standi. Það spilar líka inní að hugur Selfyssinga er að taka næsta skref og ég vil vera með í því. Eins og við spiluðum seinni umferðina í sumar, ef við höldum áfram og byggjum ofan á það þá getum við náð í fleiri stig á næsta ári

„Ég þekkti voðalega fáa þegar ég kom hingað en það er búið að vera frábært að kynnast fólkinu hérna og félaginu. Þetta er eitthvað allt annað en Reykjavíkurliðin. Samfélagið hérna stendur allt saman og allir í kringum félagið. Það er gott fólk að vinna í kringum liðið og allir hjálpast að og það gerir þetta einstakt,"
sagði hún við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner