Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 22. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Arturo Vidal til Inter (Staðfest)
Inter hefur fengið miðjumanninn reynda Arturo Vidal í sínar raðir frá Barcelona.

Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur verið í leit að miðjumanni og hann hefur nú náð að landa Vidal.

Hinn 33 ára gamli Vidal yfirgefur Barcelona eftir tvö ár í herbúðum félagsins.

Barcelona var tilbúið að losna við Vidal af launaskrá og kaupverðið er innan við en milljón punda.

Sílemaðurinn skapheiti á farsælan feril að baki en hann hefur unnið fjölmarga titla með Juventus, Bayern Munchen og Barcelona á ferli sínum.


Athugasemdir
banner