Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 22. september 2022 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Loksins vann Frakkland - Belgía og Holland spila úrslitaleik
Olivier Giroud skoraði fyrir Frakka
Olivier Giroud skoraði fyrir Frakka
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne og Michy Batshuayi skoruðu og lögðu upp
Kevin de Bruyne og Michy Batshuayi skoruðu og lögðu upp
Mynd: EPA
Cody Gakpo var ferskur í liði Hollands
Cody Gakpo var ferskur í liði Hollands
Mynd: EPA
Frakkland vann fyrsta leik sinn í A-deild Þjóðadeildarinnar þetta árið eftir að hafa lagt Austurríki að velli, 2-0, í kvöld. Belgía og Holland munu þá spila úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar, en bæði lið unnu sína leiki riðli 4.

Í riðli 1 vann Króatía 2-1 sigur á Danmörku. Borna Sosa kom Króötum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Christian Eriksen jafnaði metin þrettán mínútum fyrir leikslok.

Danir náðu ekki að halda stöðunni þannig lengi því sóknartengiliðurinn Lovro Majer gerði sigurmark Króata tveimur mínútum síðar. Króatía fer því á toppinn í riðlinum með 9 stig, einu stigi meira en Danir.

Í sama riðli tókst Frökkum loks að vinna leik í Þjóðadeildinni. Liðið hafði staðið sig skelfilega í fyrstu fjórum leikjunum. Liðið var aðeins með 2 stig og í hættu á að falla en nú virðist það hafa fundið taktinn.

Kylian Mbappe kom Frökkum yfir á 56. mínútu með frábæru einstaklingsframtaki. Hann sólaði nokkra leikmenn fyrir framan teiginn áður en hann þrumaði boltanum í netið. Olivier Giroud tvöfaldaði svo forsyuna níu mínútum síðar og tryggði sigur Frakka sem eru nú með 5 stig.

Í riðli 4 vann Belgía lið Wales, 2-1. Kevin de Bruyne og Michy Batshuayi lögðu upp fyrir hvorn annan í fyrri hálfleiknum áður en Kieffer Moore minnkaði muninn í síðari hálfleiknum.

Holland vann á meðan Pólland, 2-0. Cody Gakpo, einn heitasti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar, skoraði fyrra mark Hollands en Steven Bergwijn síðara markið. Holland er á toppnum með 13 stig, þremur meira en Belgía, en þessi lið spila úrslitaleik á laugardag um sæti í úrslitakeppni A-deildarinnar.

A-deild:

Króatía 2 - 1 Danmörk
1-0 Borna Sosa ('49 )
1-1 Christian Eriksen ('77 )
2-1 Lovro Majer ('79 )

Frakkland 2 - 0 Austurríki
1-0 Kylian Mbappe ('56 )
2-0 Olivier Giroud ('65 )

Belgía 2 - 1 Wales
1-0 Kevin de Bruyne ('10 )
2-0 Michy Batshuayi ('37 )
2-1 Kieffer Moore ('50 )

Pólland 0 - 2 Holland
0-1 Cody Gakpo ('14 )
0-2 Steven Bergwijn ('60 )

C-deild:

Kasakstan 2 - 1 Hvíta-Rússland
1-0 Mikhail Gabyshev ('29 )
1-1 Pavel Savitskiy ('45 )
2-1 Baktiyor Zainutdinov ('79 )
Rautt spjald: Askhat Tagybergen, Kazakhstan ('90)

Litháen 1 - 1 Færeyjar
0-1 Jakup Andreasen ('22 )
1-1 Vykintas Slivka ('44 )

Tyrkland 3 - 3 Lúxemborg
0-1 Marvin Martins ('8 )
1-1 Cengiz Under ('16 , víti)
1-2 Danel Sinani ('37 )
1-3 Maxime Chanot ('39 , sjálfsmark)
1-4 Gerson Rodrigues ('69 )
2-4 Ismail Yuksek ('87 )

Slóvakía 1 - 2 Azerbaijan
0-1 Renat Dadashov ('44 )
1-1 Erik Jirka ('90 , víti)
1-2 Hojjat Haghverdi ('90 )

D-deildin:

Liechtenstein 0 - 2 Andorra
0-1 Albert Rosas ('4 )
0-2 Joan Cervos ('81 )

Lettland 1 - 2 Moldóva
0-1 Ioan Revenco ('26 )
0-2 Ion Nicolaescu ('45 )
1-2 Janis Ikaunieks ('55 )
Athugasemdir
banner
banner
banner