Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel: Einn okkar versti fyrri hálfleikur
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þjálfari Paris Saint-Germain, var mjög ósáttur með það hvernig sitt lið spilaði gegn Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudag.

PSG tapaði leiknum 2-1, en Marcus Rashford skoraði sigurmark United á 87. mínútu.

Þetta var fyrsta tap PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í 25 leikjum.

„Í fyrri hálfleiknun, það var eins og við værum ekki inn á vellinum," sagði Tuchel við BeIN Sports eftir leik.

„Ég veit ekki af hverju, en við vorum ekki að spila eins vel og við getum; í að halda bolta, í að sækja hratt, í einvígum og í áræðni. Einn okkar versti leikur, einn okkar versti fyrri hálfleikur."

„Góðu fréttirnar voru að við gátum ekki spilað mikið verr. Það var auðveldara að spila betur í seinni hálfleiknum og við urðum að stíga upp," sagði Tuchel sem var sáttari með frammistöðuna í seinni hálfleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner