Jeremie Frimpong, vængbakvörður Liverpool á Englandi, verður frá næstu vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni í kvöld.
Hollendingurinn fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en þetta er í annað sinn sem hann kemur sér á meiðslalistann eftir þennan leik á eftir Alexander Isak sem fór af velli í hálfleik.
Engin draumabyrjun hjá Frimpong sem meiddist einnig í nokkrar vikur í byrjun tímabils.
Samkvæmt Arne Slot, stjóra Liverpool, verður Frimpong frá í nokkrar vikur.
Hann snýr því líklega ekki aftur á völlinn fyrr en eftir landsleikjaverkefnið í nóvember.
Meiðslalisti Liverpool lengist, en Ryan Gravenberch, Alisson og Giovanni Leoni eru fyrir á þessum lista. Aðeins Leoni er að glíma við langtímameiðsli eftir að hafa slitið krossband í leik gegn Southampton í síðasta mánuði.
Athugasemdir


