Arna Eiríksdóttir var í byrjunarliði Vålerenga þegar liðið fékk St. Polten í heimsókn í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Vålerenga stefndi á að vinna annan leikinn í röð eftir frábæran sigur gegn Roma í síðustu umferð. Þetta byrjaði vel fyrir norska liðið þar sem það var komið með tveggja marka forystu eftir tæplega tuttugu mínútna leik.
Vålerenga stefndi á að vinna annan leikinn í röð eftir frábæran sigur gegn Roma í síðustu umferð. Þetta byrjaði vel fyrir norska liðið þar sem það var komið með tveggja marka forystu eftir tæplega tuttugu mínútna leik.
St. Polten minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og náði að jafna metin með marki úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.
Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á sem varamaður undir lok leiksins en Vålerenga fann ekki sigurmarkið og jafntefli varð niðurstaðan. Vålerenga er með fjögur stig eftir fjórar umferðr en St. Polten er með eitt stig.
Evrópumeistarar Arsenal unnu annan leik sinn í keppninni þegar liðið lagði Real Madrid. Arsenal er með sex stig en Real Madrid sjö stig. Paris FC er með fimm stig eftir sigur gegn Benfica sem er með eitt stig.
Arsenal W 2 - 1 Real Madrid W
0-1 C. Weir ('43 )
1-1 A. Russo ('53 )
2-1 A. Russo ('67 )
Paris W 2 - 0 SL Benfica W
1-0 M. Mendy ('43 )
2-0 M. Garbino ('62 )
Rautt spjald: C. Moller , SL Benfica W ('30)
Valerenga W 2 - 2 St. Polten W
1-0 K. Saevik ('11 )
2-0 O. Tvedten ('19 )
2-1 K. Elmore ('45 )
2-2 J. Klein ('56 , víti)
Athugasemdir


