Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 09:48
Elvar Geir Magnússon
Slot staðfestir að Alisson sé klár - Wirtz ekki með
Alisson spilar gegn Forest á morgun.
Alisson spilar gegn Forest á morgun.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin fer aftur í gang á morgun eftir landsleikjagluggann. Arne Slot, stjóri Liverpool, fór yfir stöðuna á leikmannahópi félagsins á fréttamannafundi í morgun.

Liverpool vann aðeins einn af sex síðustu leikjum sínum fyrir landsleikjagluggann og er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Nottingham Forest á Anfield á morgun.

Slot greindi frá því að markvörðurinn Alisson hefði hafið æfingar með liðinu í síðustu viku og sé klár í að spla aftur á morgun eftir meiðsli.

„Ef allt gengur að óskum á æfingunni í dag þá byrjar hann á morgun," segir Slot.

Conor Bradley og Florian Wirtz geta þó ekki tekið þátt í leiknum þar sem þeir komu meiddir til baka úr landsleikjaglugganum.

„Þetta eru vöðvameiðsli í báðum tilfellum. Ég býst við að Conor verði frá í þrjár vikur. Florian ætti ekki að vera svo lengi frá. Jeremie Frimpong verður frá næstu tvær eða þrjár vikur," segir Slot.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner